Fótbolti

Van Gaal kemur aftur til Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hollenska knattspyrnufélagið Ajax, sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með, hefur tilkynnt að Louis van Gaal muni taka taka við starfi framkvæmdarstjóra frá og með upphafi næsta keppnistímabils.

Van Gaal var síðast á mála hjá Bayern München og er reyndar enn á samningi hjá félaginu. Það er af þeim sökum að hann getur ekki tekið við starfinu hjá Ajax fyrr en næsta sumar.

Van Gaal tók við þjálfun Ajax árið 1991 og náði glæsilegum árangri með liðið næstu sex árin. Á þeim tíma varð Ajax þrívegis hollenskur meistari en liðið vann þar að auki þrjá Evrópumeistaratitla, þar af Meistaradeild Evrópu árið 1995, eftir 1-0 sigur á AC Milan í úrslitaleiknum í Vínarborg.

Van Gaal hefur síðan þjálfað Barcelona, AZ Alkmaar og Bayern og orðið deildarmeistari með öllum liðunum. Frank de Boer er núverandi þjálfari Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×