Innlent

Dísilolían orðin 15 krónum dýrari en bensínið

Mynd/Vísir.
Eftir að stóru olíufélögin hækkuðu verð á dísillítranum um þrjár krónur í gær, kostar hann tæpar 245 krónur og er orðinn umþaðbil 15 krónum dýrari en bensínlítrinn.

Samkvæmt forsendum Félags íslenskra bifreiðaeigenda er ávinningur af því að reka dísilbíl frekar en bensínbíl, horfinn með öllu, þótt dísilbílar eyði minnu en sambærilegir bensínbílar. Auk þess eru þeir dýrari í innkaupum en bensínbílar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×