Fótbolti

Eftirmaður Hiddink ráðinn í Tyrklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink. Nordic Photos / Getty Images
Abdullah Avci, fyrrum þjálfari U-17 liðs Tyrklands, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Tyrklands en Guus Hiddink var sagt upp störfum á dögunum.

Hiddink mistókst að koma Tyrklandi á EM 2012 eftir að hafa tapað fyrir Króatíu í umspili um laus sæti.

Avci er 48 ára gamall en undir hans stjórn varð Tyrklandi í fjórða sæti í HM U-17 liða í Perú árið 2005 en hann hefur síðustu fimm árin verið þjálfari Istanbul BB.

Hann hefur nú fengið það verkefni að koma Tyrklandi á HM 2014 í Brasilíu en Tyrkland er í riðli með Hollandi, Ungverjalandi, Rúmeníu, Eistlandi og Andorra í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×