Innlent

Sumarbústaðir miklu eftirsóttari en áður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spurn eftir sumarbústöðum hjá stéttarfélögum er orðin svo mikil að stéttarfélögin anna henni engan veginn. Sum stéttarfélaganna eru þess vegna farin að bregða á það ráð að óska eftir sumarbústöðum á leigu sem þau geta svo framleigt til félagsmanna sinna. Bandalag háskólamanna auglýsti til að mynda eftir bústöðum í þessari viku.

Umsóknum um sumarbústaði hjá BHM hefur fjölgað gríðarlega og lætur nærri að einungis einn af hverjum þremur sem sækir um bústað fái úthlutað. Í sumar bárust 1622 umsóknir um bústaði en 650 fengu úthlutað. Í fyrra bárust 1704 umsóknir en 621 fékk úthlutað.

Árið 2008 bárust einungis 979 umsóknir um sumarbústaði.  Aukningin frá þeim tíma er um 34%. Ekki er fullvíst hvað veldur aukningunni, en hugsanlegt er að landinn kjósi frekar að ferðast innanlands þessi misserin en að fara í dýrar ferðir til útlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×