Innlent

Aftur röð í Lindex

Lindex í morgun.
Lindex í morgun.
Aftur myndaðist röð fyrir utan fataverslunina Lindex þegar hún opnaði á ný í morgun. Eins og sést á myndinn beið fjölmenni eftir því að búðin yrði opnuð klukkan ellefu í morgun, en loka þurfti búðinni eftir síðustu helgi vegna vöruskorts.

Þá höfðu tólf þúsund Íslendingar lagt leið sína í verslunina til þess að kaupa sér föt hjá þessari vinsælu sænsku fataverslun.

Í kjölfar velgengninnar síðustu helgi hefur verslunin þurft að endurskoða innkaupakerfi sitt vegna vöruskortsins. Berast því sendingar nú daglega til verslunarinnar auk þess sem starfsfólki hefur verið fjölgað úr 12 stöðugildum í tæplega 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×