Offita barna: Fyrirtæki fara offari í markaðssetningu Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2011 19:14 Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Næringarfræðingur segir fyrirtæki oft fara offari í markaðssetningu á vörum sínum, það eigi helst við um fæðubótaefni og orkudrykki. Hann segir dæmi um að foreldrar viti oft einfaldlega ekki hvað börnin þeirra eru að innbyrða. Nýleg skýrsla velferðaráðuneytisins sýnir að 64 prósent Íslendinga eru offeit eða í yfirþyngd. Offitufaraldurinn er ekki síst meðal íslenskra barna en rannsókn frá 2009 sýnir að yfir tuttugu prósent barna á aldrinum 5-15 ára eru of þung, þar af mældust fimm prósent of feit. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur hefur miklar áhyggjur af þessarri þróun og segir erfitt að benda á einn aðila sem ber ábyrgð en að hluta til liggi hún hjá fyrirtækjunum sem flytja inn og dreifa vörum. „Ég held að fyrirtæki fari oft offari í markaðssetningunni og þá kannski helst þessi fyrirtæki sem eru að flytja inn vörur í fæðubótaefnaflokki og heilsuvöru flokki, og mér finnst stundum keyra um þverbak í þeim málum," segir hann. Fyrirtæki komist jafnvel upp með að segja ósatt og lofa ákveðnum eiginleikum svo sem að vörur auki fitubrennslu eða séu orkugefandi en það vanti síðan allar rannsóknir á bak við fullyrðingarnar. Þar af leiðandi viti fólk oft ekki hvað þessar vörur virkilega innihalda „Ég var einu sinni í bakaríi og þar sá ég mömmu koma inn með strák sem var varla orðinn tólf ára og hún kaupir sér kaffi og eitthvað með því og hann fær tvo orkudrykki. Þegar hann er búinn að stúta þeim þá sest ég niður hjá konunni og spyr hvort ég megi ræða aðeins við hana, hún jánkar því og þá útskýri ég fyrir henni að í þessum tveimur orkudrykkjum var meira en tvöfalt magn af koffíni en í kaffibollanum sem hún var að drekka og það voru mjög áhugaverð viðbrögðin hjá henni," segir Steinar. Foreldrar þurfi því að fylgjast betur með neyslu barnanna sinna. „Við erum ekki í vinsældakosningu, þannig að foreldrar fylgist með börnunum, þegar þau koma heim úr skóla, hvað eru þau að gera? hvað ætla þau að borða? ætla þau að hanga í tölvunni? Fylgjast með, við getum öll fylgst með börnunum og við erum öll með síma nú til dags," segir hann að lokum.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira