Fótbolti

Eggert og félagar í fjórða sætið

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts og lék allan leikinn í markalausu jafntefli á útivelli gegn St. Mirren.

Mikið jafnræði var með liðunum í frekar rólegum leik. Ekki var gefið eitt einasta spjald í leiknum.

Hearts er í fjórða sæti skosku úrvalsdeildarinnar.

Guðlaugur Victor Pálsson sat allan tímann á bekknum hjá Hibernian sem tapaði á heimavelli, 0-1, gegn Dunfermline.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×