Fótbolti

Ajax tapaði í tíu marka leik

Christian Eriksen skoraði fyrir Ajax í dag.
Christian Eriksen skoraði fyrir Ajax í dag.
Varnarleikur Ajax var í molum þegar liðið sótti Utrecht heim. Áhorfendur fengu svo sannarlega mikið fyrir peninginn því tíu mörk voru skoruð. Utrecht vann í mögnuðum leik, 6-4.

Nana Asare skoraði tvö mörk fyrir Utrecht og þeir Daan Bovenberg, Anour Kali, Edouard Duplan og Jacob Mulenga komust einnig á blað.

Dmitry Bulykin skoraði tvö marka Ajax en Christian Eriksen og Andre Ooijer skoruðu einnig.

Ajax er í fimmta sæti hollensku deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði AZ Alkmaar. Utrecht er í ellefta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×