Fótbolti

Rodwell og Sturridge í landsliðinu - ekki pláss fyrir Rooney og Rio

Rodwell í leik með U-21 árs liði Englands.
Rodwell í leik með U-21 árs liði Englands.
Jack Rodwell og Daniel Sturridge voru valdir í enska A-landsliðshópinn í fyrsta skipti í kvöld. John Terry er í hópnum en Wayne Rooney fær frí. Rio Ferdinand er ekki heldur valinn að þessu sinni rétt eins og þeir Micah Richards og Andy Carroll.

Richards sagði á Twitter á kvöld að hann væri gríðarlega vonsvikinn yfir því að hafa ekki verið valinn í hópinn.

Bobby zamora og Kyle Walker halda aftur á móti sætum sínum í hópnum. Gabriel Agbonlahor er svo valinn á nýjan leik.

England mun spila vináttulandsleiki við Spán og Svíþjóð í næstu viku.

Enski hópurinn:

Joe Hart (Man City), Scott Carson (Bursaspor), David Stockdale (Ipswich); Glen Johnson (Liverpool), Phil Jones (Man Utd), Gary Cahill (Bolton), John Terry (Chelsea), Ashley Cole (Chelsea), Leighton Baines (Everton), Phil Jagielka (Everton), Joleon Lescott (Man City), Kyle Walker (Tottenham); Frank Lampard (Chelsea), Jack Rodwell (Everton), Stewart Downing (Liverpool), Gareth Barry (Man City), Adam Johnson (Man City), James Milner (Man City), Scott Parker (Tottenham), Theo Walcott (Arsenal); Darren Bent (Aston Villa), Daniel Sturridge (Chelsea), Gabriel Agbonlahor (Aston Villa), Bobby Zamora (Fulham), Danny Welbeck (Man Utd).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×