Fótbolti

Bosingwa: Bento er vanhæfur landsliðsþjálfari

Bosingwa í leik gegn QPR
Bosingwa í leik gegn QPR
Bakvörðurinn Jose Bosingwa er hættur að spila með portúgalska landsliðinu. Hann er afar ósáttur við þjálfarann, Paulo Bento, og mun ekki spila aftur meðan hann þjálfar liðið.

Bosingwa var ekki valinn í landsliðið sem mætir Bosníu í umspilsleikjum um laust sæti á EM næsta sumar. Bento sagði ástæðuna vera þá að hann efaðist um viðhorf viðhorf og andlegan styrk leikmannsins.

Bakvörðurinn hjá Chelsea er allt annað en sáttur við þessa meðferð sem hann fær hjá þjálfaranum og ætlar aldrei aftur að vinna með honum.

"Ég get sagt það stoltur að ég á flekklausan feril með landsliðinu. Það er ekki hægt að segja það sama um Bento en hegðun hans á EM 2000 var honumekki til framdráttar," sagði Bosingwa.

"Það vita allir að hann er alltaf í stríði við leikmenn sína. Hann hefur ekki andlega styrkinn til þess að leiða þetta lið. Hann er algjörlega vanhæfur sem landsliðsþjálfari."

Bosingwa er annar leikmaðurinn sem hættir hjá Portúgal út af Bento en Ricardo Carvalho, leikmaður Real Madrid, hefur heldur ekki áhuga á að spila hjá honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×