Syrianska hélt sér uppi á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2011 22:45 Stuðningsmenn Syrianska á góðum degi. Nordic Photos / AFP Syrianska hafði í dag betur gegn Ängelholm, 3-1, í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Samanlagt vann Syrianska 4-3 sigur en liðið komst áfram á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma. Heiðar Geir Júlíusson er á mála hjá Ängelholm og var á varamannabekk liðsins í dag. Ängelholm hafnaði í þriðja efsta sæti sænsku B-deildarinnar og vann fyrri leikinn, 2-1, á heimavelli á fimmtudaginn síðastliðinn. Liðin mættust svo öðru sinni í kvöld og eftir að Syrianska komst 2-1 yfir á 65. mínútu leit lengi vel út fyrir að framlengja þyrfti leikinn. Það er að segja þar til að David Bennhage, leikmaður Ängelholm, varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið net í uppbótartíma. Allt ætlaði um koll að keyra og leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Syrianska fögnuðu sem óðir væru. Myndband af atvikinu má sjá hér. Þess má geta að Syrianska nýtur stuðnings víða um heim þar sem liðið er eingöngu skipað leikmönnum af assýrískum uppruna. Flestir af þeim uppruna búa í Írak og Sýrlandi en einnig margir í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Jórdaníu. Þar sem þessi þjóðflokkur á sér ekki heimaland og þar af leiðandi ekki sitt eigið knattspyrnulandslið líta margir á Syrianska sem þeirra landslið. Liðið er því dyggilega stutt um allan heim og hafa því margir sjálfsagt fagnað úrslitunum í dag. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Syrianska hafði í dag betur gegn Ängelholm, 3-1, í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Samanlagt vann Syrianska 4-3 sigur en liðið komst áfram á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma. Heiðar Geir Júlíusson er á mála hjá Ängelholm og var á varamannabekk liðsins í dag. Ängelholm hafnaði í þriðja efsta sæti sænsku B-deildarinnar og vann fyrri leikinn, 2-1, á heimavelli á fimmtudaginn síðastliðinn. Liðin mættust svo öðru sinni í kvöld og eftir að Syrianska komst 2-1 yfir á 65. mínútu leit lengi vel út fyrir að framlengja þyrfti leikinn. Það er að segja þar til að David Bennhage, leikmaður Ängelholm, varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið net í uppbótartíma. Allt ætlaði um koll að keyra og leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Syrianska fögnuðu sem óðir væru. Myndband af atvikinu má sjá hér. Þess má geta að Syrianska nýtur stuðnings víða um heim þar sem liðið er eingöngu skipað leikmönnum af assýrískum uppruna. Flestir af þeim uppruna búa í Írak og Sýrlandi en einnig margir í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Jórdaníu. Þar sem þessi þjóðflokkur á sér ekki heimaland og þar af leiðandi ekki sitt eigið knattspyrnulandslið líta margir á Syrianska sem þeirra landslið. Liðið er því dyggilega stutt um allan heim og hafa því margir sjálfsagt fagnað úrslitunum í dag.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn