Enski boltinn

Scharner: Þetta var hugguleg dýfa hjá Suarez

Suarez er ekki vinsæll hjá mótherjunum.
Suarez er ekki vinsæll hjá mótherjunum.
Paul Scharner, leikmaður WBA, hefur nú bæst í hóp þeirra manna sem gagnrýna Úrúgvæjann Luis Suarez fyrir að dýfa sér á knattspyrnuvellinum. Scharner er allt annað en sáttur við vítið sem Suarez fiskaði gegn WBA um helgina.

Dæmt var víti á Jerome Thomas er Suarez fór frekar auðveldlega niður.

"Þetta var hugguleg dýfa sem skilaði Liverpool vítinu og í kjölfarið góðri stöðu í leiknum. Það setti okkur undir pressu og við vorum ekki nógu góðir til þess að svara almennilega," sagði Scharner.

"Suarez er góður að næla sér í víti. Hann er reyndar einn af þeim bestu í heiminum. Ef þetta var víti þá þarf að dæmda svona 1.500 víti í hverjum leik."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.