Fótbolti

Eistlendingar fengu Íra - Portúgal mætir Bosníu

Portúgal á erfiða leiki fyrir höndum.
Portúgal á erfiða leiki fyrir höndum.
Í morgun var dregið í umspilinu um laust sæti á EM 2012. í pottinum voru liðin sem lentu í öðru sæti síns ríðils.

Leikirnir eru áhugaverðir en Eistland, sem kom allra liða mest á óvart, mætir Írum. Portúgal, sem kemur úr riðli Íslands, þarf að glíma við Bosníu og Hersegóvínu.

Fyrri leikirnir fara fram 11. og 12. nóvember en síðari leikirnir 15. nóvember.

Drátturinn:

Tyrkland - Króatía

Eistland - Írland

Tékkland - Svartfjallaland

Bosnía og Hersegóvína - Portúgal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×