Fótbolti

Redknapp: Capello á að taka Rooney með á EM

Það eru skiptar skoðanir um það í Englandi hvort Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, eigi að taka Wayne Rooney með á EM næsta sumar þar sem hann verður í leikbanni út riðlakeppnina.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er einn þeirra sem segist ekki vera í vafa um að Capello eigi að taka Rooney með.

"Hann verður að taka ákvörðun núna. Ef ég væri Capello þá myndi ég ekki láta Rooney byrja neinn leik fram að EM. Það er samt ekki spurning að hann á að taka Rooney með á mótið," sagði Redknapp.

"Enska liðið á að vera nógu gott til þess að komast upp úr riðlinum án Rooney og það myndi síðan styrkja liðið að fá Rooney ferskan inn eftir riðlakeppnina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×