Fótbolti

Danir og Svíar ætla að mætast í vináttulandsleik í nóvember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic og Daniel Agger.
Zlatan Ibrahimovic og Daniel Agger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danir og Svíar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM á þriðjudagskvöldið og báðar þjóðir eru þegar farnar að huga að undirbúningi sínum fyrir úrslitakeppnina sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Í dag var tilkynnt um að Danir fá Svía í heimsókn á Parken í vináttulandsleik 11. nóvember næstkomandi en þetta verður 102. viðureign þjóðanna. Danir hafa unnið þær tvær síðustu sem voru báðar í undankeppni HM 2010 .

Svíar fara síðan í framhaldinu frá Kaupmannahöfn til London þar sem þeir mæta Englendingum í vináttuleik á Wembley fjórum dögum síðar.

Í þessu sama landsleikjahléi berjast átta þjóðir um síðustu fjögur lausu sætin á Evrópumótinu en umspilsleikirnir fara fram þessa tvo daga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×