Íslenski boltinn

Umfjöllun Vísis um leiki dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Lokaumferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag og þar varð ljóst að Þórsarar fylgja Víkingum niður í 1. deildina, FH-ingar taka silfrið annað árið í röð og Eyjamenn sluppu með skrekkinn og héngu í Evrópusætinu þrátt fyrir tap fyrir Grindavík í Eyjum. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað.

Þórsarar féllu í 1. deild eftir 2-1 tap í Keflavík þar sem öll mörk leiksins komu á fyrstu átján mínútunum. Þór fékk aðeins eitt stig í síðustu níu útileikjum sínum í sumar og það stig kom í hús í júní.

Grindvíkingar björguðu sér með því að vinna 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, skoraði fyrra markið tíu mínútum fyrir leikslok og Magnús Björgvinsson innsiglaði síðan sigurinn.

Eyjamenn héldu þriðja sætinu þar sem að Breiðablik vann 4-3 sigur á Stjörnunni. Stjarnan hefði farið í Evróukeppni með sigri.

FH-ingar tryggðu sér annað sætið annað árið í röð með 5-3 sigri á Fylki í Árbænum. Atli Viðar Björnsson skoraði tvö markanna og tryggði sér með því silfurskóinn. Garðar Jóhannsson fær gullskóinn og Kjartan Henry Finnbogason tók bronsskóinn.

Fram kórónaði björgunarafrek sitt í sumar með því að vinna 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Framarar unnu fimm af síðustu sjö leikjum sínum í sumar og verða áfram meðal þeirra bestu næsta sumar þrátt fyrir að flestir væru búnir að afskrifa þá í ágústbyrjun.

Valur og KR gerðu síðan markalaust jafntefli á Vodafone-vellinum og Íslandsmeisturum KR-inga tókst því ekki að vinna Valsmenn í sumar.



Svona var fallbaráttan: Þór féll

Keflavík-Þór 2-1

Umfjöllun: Þórsarar fallnir í 1. deild

Páll Viðar: Það er sárt að falla

Þorsteinn: Menn skildu hjartað eftir inn á vellinum

Framtíðin óráðin hjá Willum - heitur fyrir landsliðinu

Framtíðin óljós hjá Gumma Steinars

ÍBV-Grindavík 0-2

Umfjöllun: Tryggvi klúðraði 2 vítum og Grindavík bjargaði sér í Eyjum

Heimir Hallgríms: Erum ekki með nógu sterkan hóp

Ólafur Örn: Óskar er búinn að vera ótrúlega góður

Fram-Víkingur 2-1

Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunni

Arnar: Héldum haus

Bjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefni

Breiðablik-Stjarnan 4-3

Umfjöllun: Blikar gerðu út um Evrópudraum Stjörnumanna

Ólafur Kristjánsson: Góður endir á tímabilinu

Garðar: Stjarnan verður Íslandsmeistari árið 2012

Bjarni Jóh: Virkilega gaman að reka orðin ofan í sérfræðingana

Fylkir-FH 3-5

Umfjöllun: Markasúpa í Árbænum

Albert: Vildum ná sigri fyrir Óla

Heimir: Þýðir ekki að dveljast í fortíðinni

Matthías: Fengum of mörg mörk á okkur

Valur-KR 0-0

Umfjöllun: Markalaust í baráttuleik á Hlíðarenda

Bjössi Hreiðars: Ætli maður hafi ekki spilað með 0.1% þjóðarinnar

Kristján: Unnum tvo titla af fjórum sem voru í boði

Rúnar: Fallega gert af Valsmönnum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×