Neville hefur ekki trú á enska landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 19:45 Gary Neville bregður á leik með hafnaboltaliðinu Chicago White Sox. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester Untied, telur ólíklegt að England eigi möguleika á að vinna Evrópumeistaratitilinn í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með því að gera 2-2 jafntefli við Svartfjallaland á föstudagskvöldið. Mikið hefur verið fjallað um rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leiknum en Neville segir að umræðan sé á villigötum. „Það sem við ættum að vera að tala um er að leikmenn sem mynda hryggjarstykkið í liðinu geta hvorki hreyft sig eða haldið boltanum,“ skrifaði hann í dálki sínum í enska dagblaðinu Mail on Sunday. „Aðalmálið er að mikilvægustu leikmenn liðsins eru bara ekki nógu góðir.“ „Það er mitt kalda mat að lið sem er með þá John Terry og Gary Cahill í vörn, Scott Parker og Gareth Barry á miðjunni og þá Darren Bent og Wayne Rooney frammi sé ekki nógu gott til að geta skákað bestu liðunum, eins og spænska landsliðinu.“ „Þetta eru margir hverjir góðir leikmenn sem við eigum en ef við setjum Rooney til hliðar búa þessir leikmenn ekki yfir miklum hraða, geta ekki skapað mikið eða nógu fjölhæfir til að spila fleiri stöður.“ England mætir Spánverjum í vináttulandsleik í næsta mánuði og segir Neville að ef spænska landsliðið muni gjörsigra þann leik hafi það slæm áhrif á hugarfar liðsins fyrir úrslitakeppni EM næsta sumar. „Leikmenn enska landsliðsins verða að trúa því að þeir geti unnið lið eins og Spánverja þegar allt gengur upp. Við eigum marga unga leikmenn sem eru fljótir, hæfileikaríkir og bera ekki þá byrði að hafa mistekist í fortíðinni. Þetta eru leikmenn eins og Chris Smalling, Kyle Walker, Phil Jones, Tom Cleverly, Alex Oxlade-Chamberlain og Danny Welbeck.“ „Capello (landsliðsþjálfari) verður að nota þessa leikmenn í blandi við eldri og reyndar leikmenn og reyna að þannig að búa til lið sem á möguleika á að vinna Spánverja. Það er nefnilega alveg ljóst að liðið sem spilaði á föstudaginn (gegn Svartfjallalandi) á engan möguleika gegn Spánverjum. Capello þarf nú að vera hugrakkur.“ Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester Untied, telur ólíklegt að England eigi möguleika á að vinna Evrópumeistaratitilinn í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með því að gera 2-2 jafntefli við Svartfjallaland á föstudagskvöldið. Mikið hefur verið fjallað um rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leiknum en Neville segir að umræðan sé á villigötum. „Það sem við ættum að vera að tala um er að leikmenn sem mynda hryggjarstykkið í liðinu geta hvorki hreyft sig eða haldið boltanum,“ skrifaði hann í dálki sínum í enska dagblaðinu Mail on Sunday. „Aðalmálið er að mikilvægustu leikmenn liðsins eru bara ekki nógu góðir.“ „Það er mitt kalda mat að lið sem er með þá John Terry og Gary Cahill í vörn, Scott Parker og Gareth Barry á miðjunni og þá Darren Bent og Wayne Rooney frammi sé ekki nógu gott til að geta skákað bestu liðunum, eins og spænska landsliðinu.“ „Þetta eru margir hverjir góðir leikmenn sem við eigum en ef við setjum Rooney til hliðar búa þessir leikmenn ekki yfir miklum hraða, geta ekki skapað mikið eða nógu fjölhæfir til að spila fleiri stöður.“ England mætir Spánverjum í vináttulandsleik í næsta mánuði og segir Neville að ef spænska landsliðið muni gjörsigra þann leik hafi það slæm áhrif á hugarfar liðsins fyrir úrslitakeppni EM næsta sumar. „Leikmenn enska landsliðsins verða að trúa því að þeir geti unnið lið eins og Spánverja þegar allt gengur upp. Við eigum marga unga leikmenn sem eru fljótir, hæfileikaríkir og bera ekki þá byrði að hafa mistekist í fortíðinni. Þetta eru leikmenn eins og Chris Smalling, Kyle Walker, Phil Jones, Tom Cleverly, Alex Oxlade-Chamberlain og Danny Welbeck.“ „Capello (landsliðsþjálfari) verður að nota þessa leikmenn í blandi við eldri og reyndar leikmenn og reyna að þannig að búa til lið sem á möguleika á að vinna Spánverja. Það er nefnilega alveg ljóst að liðið sem spilaði á föstudaginn (gegn Svartfjallalandi) á engan möguleika gegn Spánverjum. Capello þarf nú að vera hugrakkur.“
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti