Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land 13. september 2011 10:21 Mynd/Elín „Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
„Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira