Innlent

Lúðvík tekur sæti á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lúðvik Geirsson tekur sæti á Alþingi.
Lúðvik Geirsson tekur sæti á Alþingi.
Lúðvík Geirsson hefur ákveðið að taka sæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur á Alþingi á morgun. Þórunn tilkynnti óvænt á þingfundi á föstudaginn að hún hygðist láta af þingstörfum og setjast á skólabekk í Háskóla Íslands.

„Ég hef verið að nota helgina til að finna út úr því hvernig við leysum þau verkefni sem ég ehf verið með í höndunum,“ segir Lúðvík. Hann hefur undanfarið starfað með jöfnunarsjóði sveitarfélaga að flutningi á málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×