Enski boltinn

Robin van Persie: Andy Carroll minnir mig á Alan Shearer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll fagnar sigurmarki sínu á Emirates-vellinum í fyrra.
Andy Carroll fagnar sigurmarki sínu á Emirates-vellinum í fyrra. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robin van Persie, fyrirliði Arsenal, varaði sína félaga við Andy Carroll, framherja Liverpool, fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Van Persie líkir Andy Carroll við Alan Shearer en það var einmitt Carroll sem tryggði Newcastle United sigur á Emirates-vellinum í fyrra.

„Hann er mjög sterkur og minnir mig á Alan Shearer vegna þess hver leikstíll hans er. Hann heldur bolta vel, er öflugur skallamaður, hreyfir sig vel og er mjög líflegur í teignum," sagði Robin van Persie í leikskrá Arsenal fyrir leikinn í dag.

„Við höfum áður séð hvað Carroll getur gert því hann skoraði sigurmark hér fyrir Newcastle á síðasta tímabili. Við verðum að vera vakandi í dag og passa hann vel," sagði Van Persie.

Andy Carroll skoraði 11 mörk í 19 deildarleikjum fyrir Newcastle á síðustu leiktíð en hefur skorað 2 mörk í 6 deildarleikjum síðan að hann fór yfir til Liverpool fyrir 35 milljónir punda í janúar síðastliðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×