Enski boltinn

Newcastle vann 1-0 útisigur á nágrönnum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Taylor skorar hér sigurmarkið.
Ryan Taylor skorar hér sigurmarkið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Newcastle fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu og sínum fyrsta sigri á Leikvangi Ljósanna síðan 2006 þegar liðið vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sunderland tapað 6 af síðustu 7 heimaleikjum sínum á síðustu leiktíð og heimavöllurinn heldur því áfram að skila lærisveinum Steve Bruce litlu sem engu.

Sunderland-liðið hafði heppnina með sér í fyrri hálfleik þegar Sebastian Larsson komst upp með það að verja skalla Joey Barton með hendi á marklínunni en með réttu hefði Newcastle átt að fá vítaspyrnu og Larsson að vera rekinn útaf. Sunderland-menn sluppu því við rautt spjald snemma leiks annan leikinn í röð.

Ryan Taylor skoraði sigurmark Newcastle á 62. mínútu þegar aukaspyrna hans frá vinstri sigldi alla leið upp í fjærhornið. Simon Mignolet, markvörður Sunderland, átti að gera mun betur.

Sunderland endaði leikinn með tíu menn inn á vellinum eftir að Phillip Bardsley fékk sitt annað gula spjald á 89. mínútu.

Tim Krul, markvörður Newcastle, hefur þar með haldið hreinu í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en hann gerði það einnig í markalausu jafntefli við Arsenal um síðustu helgi.

Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×