Enski boltinn

Phillips stöðvaði sigurgöngu Brighton - Schmeichel sá rautt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Phillips fagnar marki sínu í dag.
Phillips fagnar marki sínu í dag. Nordic Photos/Getty
Gamla brýnið Kevin Phillips stöðvaði sigurgöngu nýliða Brighton í Championship-deildinni í dag. Allt stefndi í öruggan sigur heimamanna í Brighton en Phillips skoraði tvívegis í síðari hálfleik og tryggði Blackpool annað stigið.

Lærisveinum Sven Göran Eriksson hefur ekki gengið jafnvel og menn reiknuðu með. Í dag missti Leicester unninn leik niður í jafntefli á City Ground í Nottingham. Leicester komst í 2-0 gegn Forest sem minnkaði muninn úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. George Boateng skoraði jöfnunarmark heimamanna í viðbótartíma.

Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, var rekinn af velli með tvö gul spjöld. Hið fyrra fyrir að tefja töku vítaspyrnunnar og hið síðara fyrir að sparka knettinum í burtu eftir að Forest skoraði úr spyrnunni.

Brynjar Björn Gunnarsson var í liði Reading sem tapaði gegn Barnsley heima 2-1.

Úrslit dagsins

Brighton & Hove A. 2 - 2 Blackpool

Bristol C. 0 - 0 Portsmouth

Burnley 1 - 1 Cardiff C.

Coventry C. 0 - 0 Watford

Derby County 3 - 0 Doncaster R.

Hull C. 0 - 1 Crystal Palace

Nottingham Forest 2 - 2 Leicester C.

Reading 1 - 2 Barnsley

Southampton 1 - 0 Millwall




Fleiri fréttir

Sjá meira


×