Enski boltinn

Stoke jafnaði í uppbótartíma gegn Norwich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Nýliðarnir í Norwich og Stoke City gerðu 1-1 jafntefli á Carrow Road, heimavelli Norwich, í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Fyrsta mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Ritchie De Laet skallaði boltann í netið eftir fast leikatriði.

Leon Barnett, leikmaður Norwich, fékk að líta rauða spjaldið þegar um hálftími var eftir af leiknum, en hann braut á leikmanni Stoke innan teigs og vítaspyrna dæmd.

Jonathan Walters fór á vítapunktinn en  John Ruddy, markvörður Norwich, varði virkilega vel.

Það leit allt út fyrir að Norwich myndu halda út einum færri og vinna mikilvægan sigur, en á þriðju mínútu uppbótartímans náði Stoke að jafna metin.

Kenwyne Jones fékk frábæra fyrirgjöf inn í teiginn og skallaði boltann í netið. 1-1 jafntefli og því hafa bæði lið gert tvö jafntefli í fyrstu tveim leikjum tímabilsins.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×