Fótbolti

Socrates lagður inn á sjúkrahús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Socrates í leik með Brasilíu á HM 1986.
Socrates í leik með Brasilíu á HM 1986. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Socrates hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna innvortis blæðinga. Hann er 57 ára gamall og er einn frægasti leikmaður brasilíska landsliðsins undanfarna áratugi.

Socrates var fyrirliði Brasilíu á HM 1982 sem féll úr leik í milliriðlakeppninni eftir að hafa tapað 3-2 fyrir Ítalíu. Ítalir urðu að lokum heimsmeistarar.

Hann var einnig með í för í Mexíkó fjórum árum síðar en þá féll Brasilía úr leik í fjórðungsúrslitum eftir að hafa tapað fyrir Frakklandi í vítaspyrnukeppni. Socrates misnotaði sína spyrnu í keppninni.

Socrates afrekaði að útskrifast sem læknir samhliða því að spila knattspyrnu. Hann byrjaði þó ekki að spila með landsliðinu fyrr en hann varð 25 ára gamall til að geta klárað námið sitt.

Eftir að hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna náði hann sér í doktorsgráðu í heimspeki og er þar að auki sex barna faðir. Hann hefur starfað sem læknir síðustu ár en einnig kemur hann reglulega fram í fjölmiðlum til að falla um fótbolta og önnur mál - bæði sem snerta menningu og pólitík.

Socrates er einnig þekktur reykingamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×