Kínverski auðjöfurinn ætlar að fjárfesta fyrir 10-20 milljarða 25. ágúst 2011 18:37 Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Ákvörðun kínversks auðjöfurs að byggja upp lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum og í Reykjavík, fyrir tíu til tuttugu milljarða króna, er langstærsta fjárfesting af þessu tagi í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er Huang Nubo, maðurinn sem verður einn stærsti landeigandi á Íslandi, fallist stjórnvöld á kaup hans á þremur fjórðu hluta jarðarinnar Grímsstaða. Áhuga hans á Íslandi má rekja til Hjörleifs Sveinbjörnssonar þegar þeir voru ungir námsmenn í Peking-háskóla. „Við vorum saman í námi fyrir um þrjátíu árum síðan. Hann varð svo athafnamaður á Íslandi," segir Hjörleifur. Sem stjórnarformaður félagsins ZhongKun í Peking er Nubo orðinn umsvifamikill í ferðaþjónustu, ekki aðeins í Kína heldur einnig í Bandaríkjunum og Japan. „Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferðamannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu," segir Hjörleifur. Þegar horft er á landakortið skilst hversvegna slíkur maður sjái tækifæri á Grímsstöðum á Fjöllum, sem liggur vel við náttúruundrum eins og Mývatni, Dettifossi, Ásbyrgi, Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum. Á næstu þremur til fjórum árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hestabúgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur. Hjörleifur telur að uppbyggingin muni hafa jákvæð áhrif, ekki síst norðaustanlands. „Þetta er metnaðarfull ferðamennska, og hún er græn auk þess sem þetta skilar miklum peningum til landsins," segir Hjörleifur. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fagnar þessum áformum, segir þau stórtíðindi, og segir að viðlíka fjárfesting á þessu sviði ferðaþjónustunnar á Íslandi sé óþekkt.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira