Fótbolti

Fabregas ekki í byrjunarliði Barcelona á móti Porto

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecs Fabregas.
Cecs Fabregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cecs Fabregas þarf að sætta sig við það að byrja á bekknum þegar Barcelona og Porto mætast í Ofurbikar UEFA í Mónakó í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli liðanna sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á leiktíðinni á undan. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.

Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, stillir upp þeim Xavi, Seydou Keita og Andres Iniesta á þriggja manna miðju Barcelona og í framlínunni eru síðan þeir Pedro, Lionel Messi og David Villa.

Byrjunarliðin í leiknum í dag:

Barcelona: 1-Victor Valdes; 2-Daniel Alves, 14-Javier Mascherano, 22-Eric Abidal, 21-Adriano Correia; 6-Xavi, 15-Seydou Keita, 8-Andres Iniesta; 17-Pedro, 10-Lionel Messi, 7-David Villa.

Porto: 1-Helton; 21-Cristian Sapunaru, 14-Rolando, 30-Nicolas Otamendi, 13-Jorge Fucile; 6-Fredy Guarin, 23-Souza, 8-Joao Moutinho; 12-Hulk, 11-Kleber, 10-Cristian Rodriguez.

Dómari: Bjorn Kuipers (Hollandi)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×