Ódýrar indverskar sprautunálar ollu vandræðum á Landspítalanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2011 18:30 Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira