Fótbolti

Íslendingar í eldlínunni – Indriði skoraði fyrir Víking

Stefán Árni Pálsson skrifar
Indriði skoraði fínt mark fyrir Víking í dag.
Indriði skoraði fínt mark fyrir Víking í dag.
Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann eru komnir í undanúrslit norska bikarsins í knattspyrnu eftir sigur á Viking. Indriði Sigurðsson skoraði mark Viking í leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli en Brann hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Það var fyrirliðinn, Indriði Sigurðsson, sem skoraði fyrsta mark leiksins á 65. mínútu og kom Víking yfir 1-0. Brann jafnaði metin nokkrum mínútum síðar en þar var að verki Fredrik Haugen. Indriði skoraði úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni en það dugði ekki til.

Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í ósigri Hibernian, 4-1, gegn Kilmanock í skosku úrvalsdeildinni í dag, en leikurinn fór fram á heimavelli Kilmanock.

Heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins strax í upphafi, en Hibernian jafnaði metin nokkrum mínútum síðar.

Þá kvaddi lið Hibernian völlinn og ekki stóð steinn yfir steini í leik þeirra. Kilmanock gerði þrjú næstu mörk leiksins og unnu öruggan sigur.

Kilmanock er í fjórða sæti deildarinnar með 5 stig á meðan Hibernian hefur aðeins fengið þrjú stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×