Fótbolti

Shevchenko kjálkabrotnaði um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andriy Shevchenko.
Andriy Shevchenko. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andriy Shevchenko, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Dynamo Kiev, fór illa út úr leik liðsins um helgina. Shevchenko hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu en hann varð fyrir því að kjálkabrotna í deildarleik um helgina.

Dynamo vann leikinn 2-0 en hann var á útivelli á móti erkifjendunum í Arsenal Kiev. Dynamo er í öðru sæti tveimur stigum á eftir Shakhtar Donetsk en hvorugt liðanna hefur tapað leik í fyrstu sex umferðunum.

 

„Það er ómögulegt að geta sér til um hvenær hann getur spilað á nýjan leik. Hann mun hitta sérfræðing, annaðhvort á Englandi eða á Ítalíu," sagði Andriy Shmorgun, læknir Dynamo Kiev á heimasíðu félagsins.

Shevchenko er 34 ára gamall og hefur leikið með Dynamo-liðinu frá 2009 en hann var áður í herbúðum AC Milan og Chelsea.

Dynamo Kiev mætir Litex Lovech frá Búlgaríu í Evrópudeildinni í vikunni en liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildarinnar á dögunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×