Enski boltinn

Sir Bobby Charlton: David de Gea verður einn af þeim bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea.
David de Gea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Bobby Charlton, goðsögnin hjá Manchester United og einn af bestu fótboltamönnum allra tíma, hefur mikla trú á spænska markverðinum David de Gea og telur að United hafi þarna gert góð kaup.

David de Gea hefur fengið á sig þrjú mörk í fyrstu tveimur alvöru leikjum sínum með Manchester United og flestum þótti hann hafa átt að gera þarna miklu betur.

United vann hinsvegar báða leikina sem hjálpar þessum unga Spánverja í að lifa af gagnrýnina en það er samt ekkert létt verkefni að fylla í skarð Hollendingsins Edwin van der Sar.

„Alex mun framkvæma sína galdra á honum og starfsfólkið mun hjálpa til og í lok tímabilsins verður hann einn af þeim bestu. Það er öruggt," sagði Sir Bobby Charlton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×