Enski boltinn

Flottustu mörkin í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman fimm flottustu mörkin í fyrstu umferðinni sem fór fram um helgina. Það er Svíinn Sebastian Larsson sem skoraði fallegasta mark helgarinnar þegar hann tryggði Sunderland 1-1 jafntefli á Anfield.

Þetta var fyrsti deildarleikur Sebastian Larsson með Sunderland sem hafði fengið hann á frjálsri sölu þegar samningur hans við Birmingham rann út.

Það má sjá fimm flottustu mörkin frá helginni með því að smella hér fyrir ofan.

Flottustu mörk fyrstu umferðarinnar.

1. Sebastian Larsson fyrir Sunderland á móti Liverpool

2. Gary Cahill fyrir Bolton á móti QPR

3. Wayne Rooney fyrir Manchester United á móti WBA

4. Stephen Ward fyrir Wolves á móti Blackburn

5. Sergio Aguero fyrir Manchester City á móti Swansea

Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis. Myndböndin birtast á mánudagsmorgni og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin.

Að lokinni hverri umferð birtast svo myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, besta markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×