Enski boltinn

Lukaku kominn til Chelsea - löglegur á laugardaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. Nordic Photos/AFP
Chelsea er búið að ganga frá kaupunum á Romelu Lukaku frá belgíska félaginu Anderlecht og framherjinn verður því löglegur í leiknum á móti West Brom á laugardaginn kemur.

Romelu Lukaku er 18 ára sóknarmaður og hann mun klæðast treyju númer 18 hjá Chelsea. Lukaku hefur þegar skorað 2 mörk í 10 landsleikjum fyrir Belgíu og spilað 60 mínútur á móti Slóveníu á dögunum.

Lukaku komst í aðallið Anderlecht þegar hann var aðeins sextán ára gamall og skoraði 16 mörk í 37 leikjum fyrir félagið í belgísku deildinni.

Lukaku hefur alltaf verið stuðningsmaður Chelsea og hann kom meira að segja í heimsókn á Stamford Bridge með skólanum sínum fyrir tveimur árum.

Roger Lukaku, faðir Romelu Lukaku, lék á sínum tíma með landsliði Saír.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×