Enski boltinn

Dýrast á völlinn hjá Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Liverpool eru meðal þeirra bestu í ensku úrvalsdeildinni.
Stuðningsmenn Liverpool eru meðal þeirra bestu í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos/AFP
Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem vefsíða BBC gerði meðal félaganna 104 í fjórum efstu deildunum á Englandi og í skosku úrvalsdeildinni.

Meðal annars er skoðað hversu ódýrt og dýrt er fyrir stuðningsmenn að fara á völlinn með öllu tilheyrandi. Þá er innifalið ódýrasti miði á völlinn sem í boði er, leikskrá, baka og tebolli.

Ódýrast er hægt að sleppa hjá Blackburn þar sem heildarkostnaður er 17.50 pund eða um 3.300 krónur. Dýrast er að skella sér á heimavöll Liverpool, Anfield. Heildarkostnaðurinn er 46.95 pund eða um 8.900 krónur.

Samantektina á töfluformi má sjá hér.

Blackburn er eitt átta liða í öllum deildum sem bjóða upp á miða á völlinn fyrir tíu pund. Ódýrasti tebollinn er í boði hjá Crawley í fjórðu efstu deild Englands og kostar 50 sent. Heit baka sem Englendingurinn getur ekki verið án er dýrust á Emirates, heimavelli Arsenal, og kostar fjögur pund.

Alla greinina má nálgast á vef BBC með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×