Innlent

Veiðiþrjótar bera fyrir sig vankunnáttu á lögum

Mynd/Pjetur
Erlendur maður var í síðustu viku kærður fyrir brot á lögum um lax- og silungaveiði fyrir að hafa í leyfisleysi verið við stangveiðar í Ölfusá, en hann bar við vankunnáttu á reglum um veiðar í íslenskum ám. Frímann Birgir Baldursson, lögregluvarðstjóri á Selfossi og meðstjórnandi Stangaveiðifélags Selfoss, segir þetta ekki einstakt tilfelli.

„Það hefur gerst nokkrum sinnum á hverju sumri að erlendir menn hafa komið og byrjað að veiða, en svo þegar þeir hafa verið krafðir um veiðileyfi hafa þeir framvísað veiðikortinu og komið alveg af fjöllum með það að það megi ekki veiða hvar sem er með þetta kort.“

Veiðikortið er selt af stangveiðifélagi Reykjavíkur og veitir aðgang að 35 vantasvæðum víðsvegar um landið. Þegar kortið er keypt fylgir því bæklingur sem sem skýrir fyrir eigandanum hvar korthafandi megi renna fyrir fisk, en Ölfusá er ekki að finna á þeim lista.

Frímann segir að í þeim tilfellum sem hann hafi komið að hafi hann haft á tilfinningunni að veiðimennirnir vissu vel að veiðikortið veitti þeim ekki leyfi til að renna fyrir fisk í ánni. "Þetta er bara ein af þessum ástæðum sem þeir reyna að gefa upp, að þeir hafi ekki vitað betur, en það er ekki afsökun að þekkja ekki lögin."

Brot á lögum um lax- og silungsveiði varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef sakir eru miklar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×