Kínverjar segja Ronaldo vera hrokagikk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2011 11:30 Ronaldo gaf aðeins meira af sér við þennan unga dreng en blaðamenn í Kína. Nordic Photos / AFP Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn. Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira