Innlent

Hinsegin dagar hefjast í kvöld

Búið er að skreyta Háskólabíó í öllum regnbogans litum og hátíðarhöldin eru í þann mund að hefjast.
Búið er að skreyta Háskólabíó í öllum regnbogans litum og hátíðarhöldin eru í þann mund að hefjast. Mynd/Egill
Í kvöld fer fram opnunarhátíð Hinsegin daga og hefur fjöldi sjálfboðaliða unnið hörðum höndum að undirbúningi hátíðarinnar sem haldin verður í tólfta sinn á Íslandi nú um helgina.

„Opnunarhátíðin er yfirleitt svolítið svona okkar kvöld" segir Eva María Lange, framkvæmdastjóri Hinsegin daga, og útskýrir þá skilgreiningu með því að stærsti hluti þeirra sem sæki opnunarhátíðina sé hinsegin fólk á öllum aldri. Hún segist ekki viss hversu margir komi til að mæta í kvöld, en búist er við margmenni. „Í fyrra sprengdum við Óperuna utan af okkur."

Búið er að skreyta stóra sal Háskólabíós í öllum regnbogans litum enda stutt þar til hátíðarhöldin hefjast, klukkan átta í kvöld. Á svið munu stíga böndin Never the Bride, Hnotubrjótarnir, Bloodgroup og MaryJet, auk Hafsteins Þórólfssonar en þar að auki verða Mannréttindaverðlaun Samtakanna '78 veitt á hátíðinni í kvöld.

Þrir aðilar munu veita verðlaununum móttöku; þau Páll Óskar Hjálmtýrsson, Sigrún Sveinbjörnsdóttir og samtökin HIV-Ísland. Mannréttindaverðlaun samtakanna eru veitt árlega, en þetta er þó í fyrsta skiptið sem afhendingin fer fram á Hinsegin dögum.

Hátíðin í ár er frumraun Evu Maríu í framkvæmdarstjórasætinu og hún segir að vinnan hafi gengið ljómandi vel. „Þetta er náttúrulega mikil vinna og töluvert stress en alveg þess virði."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.