Innlent

Viðey verður hinsegin í dag

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Viðey.
Viðey. Mynd/ Vilhelm.
Viðey fagnar Hinsegin dögum í dag með skemmtilegri fjölskyldudagskrá og regnbogaveitingum í Viðeyjarstofu. Söngur, leikir og andlitsmálning verða í boði og jafnframt verður efnt til ljósmyndakeppni meðal gesta.

Siglt er frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkustundar fresti, frá klukkan korter yfir ellefu til korter yfir fimm, og oftar ef þörf krefu. Hinsegin tilboð er í ferjuna þennan daginn, 500 krónur fyrir fullorðna og frítt fyrir börn sex ára og yngri. Tónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Trúnó í dag í tengslum við Hinsegin daga og hefjast þeir klukkan fimm.

Þá býður leikfélagið Lab Loki upp á einleik Árna Péturs Guðjónssonar, Svikarann, klukkan átta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×