Enski boltinn

Aston Villa keypti N'Zogbia fyrir um 2 milljarða kr.

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa virðast hafa tröllatrú á miðjumanninum Charles N'Zogbia því hann skrifaði undir fimm ára samning við liðið í gær en hann var áður í herbúðum Wigan. N'Zogbia er 25 ára gamall franskur landsliðsmaður. Hann segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann hafi tekið stórt skref á ferlinum þar sem að Aston Villa sé stórt félag sem ætli sér stóra hluti á næstu árum. 

Hinn grjótharði knattspyrnustjóri Aston Villa, Alex McLeish frá Skotlandi, er ekki í vafa um að leikmaðurinn eigi eftir að leika lykilhlutverk hjá Birmingham liðinu næstu árin. Talið er að Aston Villa hafi greitt um 9,5 milljónir punda eða sem nemur 1,8 milljarði kr. fyrir leikmanninn. N'Zogbia lék áður með Newcastle áður en hann fór til Wigan. Hann mun því  hitta markvörðinn Shay Given fyrir fyrrum liðsfélaga sinn frá Newcastle hjá Aston Villa sem kom til Aston Villa nýverið frá Manchester City. 

N'Zogbia skoraði 15 mörk í 83 leikjum fyrir Wigan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×