Enski boltinn

Fer Tevez til Inter í skiptum fyrir Eto‘o?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Man City hefur um margt að hugsa þessa dagana. Carlos Tevez vill fara frá liðinu og Mancini vill fá eitthvað fyrir leikmanninn.
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Man City hefur um margt að hugsa þessa dagana. Carlos Tevez vill fara frá liðinu og Mancini vill fá eitthvað fyrir leikmanninn. AFP
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City og Inter frá Ítalíu eru í viðræðum um leikmannaskipti samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Telegraph. Viðræðurnar snúast um að Argentínumaðurinn Carlos Tevez fari til Inter í skiptum fyrir Samuel Eto‘o, landsliðsframherjann frá Kamerún

Liðin eru bæði í Dublin á Írlandi þar sem þau taka þátt á æfingamóti ásamt Celtic frá Skotlandi. Man City og Inter mætast á morgun á þessu móti.

Verðmiðinn á leikmönnunum er um 40 milljónir pund eða sem nemur 7,5 milljörðum kr. Man City keypti Sergio Agüero á dögunum fyrir um 38 milljón pund en hann er argentínsku landsliðsmaður líkt og Tevez.

Man City reyndi að fá Eto‘o í sínar raðir á svipuðum tíma og þeir fengu Carlos Tevez en samningar náðust ekki eftir langt samningaferli við forráðamenn Barcelona þar sem Eto‘o var leikmaður á þeim tíma.

Eto‘o, sem er þrítugur, vill gera einn stóran samning áður en hann endar ferilinn og er  hann sagður áhugasamur um að komast í Man City liðið.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×