Erlent

Fjöldamorðinginn stal texta af þekktum hryðjuverkamanni

Kaldrifjaður morðingi. Anders Beirvik hefur játað að hafa myrt að minnsta kosti 93 manneskjur í Noregi á föstudag.
Kaldrifjaður morðingi. Anders Beirvik hefur játað að hafa myrt að minnsta kosti 93 manneskjur í Noregi á föstudag. Mynd/AFP
Nú komið hefur komið í ljós að efni í fimmtán hundruð síðna skjali sem Anders Behring Breivik skildi eftir sig, var að mestu leyti stolið annars staðar frá. Stór hluti skjalsins var tekinn úr riti hryðjuverkamannsins Theodore Kaczynski, sem var kallaður uni-bomber og gerði sprengjuárásir í Bandaríkjunum með póstsendingum á 17 ára tímabili.

Lögregla fann um fimmtán hundruð síðna rit á ensku á heimili Breivik, þar sem hann tekur saman ruglingslega hugmyndafræði sína. Þar ræðir hann þá ógn sem hann segir Evrópu stafa af fjölmenningar marxisma og Íslam, eins og hann kallar það, og skorar á fólk að rísa upp í anda Templara riddara. Í myndbandi, sem byggt er á skjalinu, segir Breivik að sjö þúsund meðlimir séu í leynilegri reglu templarariddara sem ætli að endurheimta Evrópu og hreinsa hana af múslimum, frjálslyndum stjórnmálamönnum og koma til valda íhaldssömum öflum sem hafi kristnina að leiðarljósi.

Fréttavefur NRK segir að Breivik hafi byggt rit sitt  á riti hryðjuverkamannsins en breytt textanum hér og þar. Til að mynda hafi hann skipt út orðunum vinstrimaður og vinstristefnu í fjölmenningarstefna og menningarkommúnismi. Einnig hafi hann skipt út orðinu svartur og sett þar í staðinn múslimi.

Í stefnuskrá Kaczynski segir: „When we speak of leftists in this article we have in mind mainly socialists, collectivists, 'politically correct' types, feminists, gay and disability activists, animal rights activists and the like."

Breivik segir hinsvegar: „When we speak of cultural Marxists in this article we have in mind mainly individuals who support multiculturalism; socialists, collectivists, 'politically correct' types, feminists, gay and disability activists, animal rights activists, environmentalists etc."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.