Anders Breivik sagðist hafa verið einn að verki Hafsteinn Hauksson skrifar 24. júlí 2011 18:43 Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Norska lögreglan staðfesti í dag að hinn 32 ára gamli Anders Behring Breivik hafi játað á sig voðaverkin. „Hann hefur viðurkennt að bera ábyrgð á sprengjuárásinni og að hafa myrt fólkið í eynni," sagði Sveinung Sponheim, lögreglustjóra Oslóar, við blaðamenn í dag. Maðurinn hefur enn ekki gefið neitt upp um ástæður árásanna. „Hann hefur ekki skýrt ástæðu árásarinnar en yfirheyrslan gengur út á að fá það fram."Var hann einn að verki? „Hann segist hafa verið einn að verki en við verðum að staðfesta að hans frásögn sé sönn," sagði lögreglustjórinn. Engu að síður hrúgast nú upp ýmis gögn sem sýna inn í hugarheim morðingjans. Þeirra á meðal er tólf mínútna langt myndband á vefnum Youtube sem talið er víst að Breivik hafi búið til og sett á netið daginn sem fjöldamorðin voru framin. Þar þar ræðst hann gegn fjölmenningunni í Evrópu og útbreiðslu Íslamstrúar þar. Þá sjást einnig myndir af honum gráum fyrir járnum, í einkennisbúningi norska hersins og í klæðnaði reglubræðra í Frímúrarareglunni. Lögregla rannsakar einnig 1,500 blaðsíðna langa stefnuyfirlýsingu Breiviks, sem hann birti á vefnum samdægurs árásunum, en þar er hefnd heitið öllum þeim sem hafa svikið Evrópu, eins og það er orðað. Hann er þó talinn hafa afritað hana að stórum hluta frá bandaríska bréfasprengjumanninum Ted Kaczynski. Verjandi Breivik segir hann tilbúinn til að útskýra voðaverk sín fyrir opnum tjöldum í réttarsal, en hann fer fyrir dómara á morgun þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira