Fótbolti

Rosenborg og Stabæk í viðræðum um kaupverð á Veigari Páli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veigar Páll skoraði síðasta sigurmark Íslands í alvöru landsleik gegn Makedóníu haustið 2008
Veigar Páll skoraði síðasta sigurmark Íslands í alvöru landsleik gegn Makedóníu haustið 2008 Mynd/Anton
Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greinir frá því að norsku meistararnir í knattspyrnu Rosenborg séu í viðræðum við Stabæk um kaup á Veigari Páli Gunnarssyni.

Veigar Páll hefur farið á kostum í norsku deildinni í ár og skorað sjö mörk. Inge André Olsen framkvæmdastjóri Stabæk hefur neitað að tjá sig um málið. Kollegi hans hjá Rosenborg, Erik Hoftun, vill heldur ekkert um málið segja.

Komist félögin að samkomulagi má Veigar Páll spila með Rosenborg 1. ágúst þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×