Óskar Péturs: Andrúmsloftið betra í dag en fyrir FH-leikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2011 16:30 Óskar Pétursson markvörður Grindvíkinga Mynd/Vilhelm Fram og Grindavík mætast í lykilleik í botnbaráttu Pepsi-deilar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Kristján Hauksson fyrirliði Fram og Óskar Pétursson markvörður Gindavíkur eru sammála um að leikurinn sé algjör sex stiga leikur. „Ef það var einhvern tímann sex stiga leikur þá er það þessi. Menn eru vel stemmdir að ég held. Ég er það að minnsta kosti og þeir sem ég hef hitt á æfingu í gær og eftir leikinn (gegn FH). Menn eru staðráðnir í því að snúa blaðinu við,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Óskar var að hafa sig til fyrir leikinn þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Grindvíkingar steinlágu 7-2 gegn FH í síðustu umferð. Í kjölfarið buðu leikmenn stuðningsmönnum í grillveislu og þeir sem vildu gátu fengið miðann sinn endurgreiddan. „Andrúmsloftið er kannski ekki orðið alveg hreint. En það er betra í dag en það var fyrir FH-leikinn. Það var nú ekki hreint fyrir skellinn,“ sagði Óskar. Óskar segir að það hafi verið pirringur í hópnum. „Menn voru það en ég held að þetta sé allt að lagast og þú sérð þetta í kvöld,“ sagði Óskar. Kristján Hauksson fyrirliði Fram á enn eftir að leiða sitt lið til sigurs í deildinni í sumar. Tvö jafntefli hafa skilað tveimur stigum og liðið situr einmana á botninum með fimm stigum minna en Grindvíkingar. „Það er góð stemmningn í hópnum fyrir leikinn. Hún hefur reyndar verið góð fyrir flesta leiki þótt úrslitin hafi ekki fallið með okkur,“ sagði Kristján. Kristján segir undirbúning liðsins fyrir leikinn hafa verið hefðbundinn. Hann tekur undir með blaðamanni að um sex stiga leik sé að ræða. „Það er óhætt að segja það. Við verðum að fara að snúa við blaðinu. Þetta hefur ekki verið að falla með okkur. Við höfum ekki verið nógu góðir enda skapa menn sjálfir sína lukku. Við höfum verið að spila ágætlega í mörgum leikjum og ég hef fulla trú á að þetta komi í kvöld,“ sagði Kristján. Grindvíkingar mæta særðir til leiks eftir stórtapið gegn FH. „Ég held það sé alls ekki betra að fá þá núna. Við hugsum svo sem ekkert um þá, pælum lítið í þeim. En það hefði líklega verið betra ef síðasti leikur hjá þeim hefði verið eðlilegur,“ sagði Kristján. Leikur Fram og Grindavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Boltavakt Fréttablaðsins og Vísi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Fram og Grindavík mætast í lykilleik í botnbaráttu Pepsi-deilar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Kristján Hauksson fyrirliði Fram og Óskar Pétursson markvörður Gindavíkur eru sammála um að leikurinn sé algjör sex stiga leikur. „Ef það var einhvern tímann sex stiga leikur þá er það þessi. Menn eru vel stemmdir að ég held. Ég er það að minnsta kosti og þeir sem ég hef hitt á æfingu í gær og eftir leikinn (gegn FH). Menn eru staðráðnir í því að snúa blaðinu við,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Óskar var að hafa sig til fyrir leikinn þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Grindvíkingar steinlágu 7-2 gegn FH í síðustu umferð. Í kjölfarið buðu leikmenn stuðningsmönnum í grillveislu og þeir sem vildu gátu fengið miðann sinn endurgreiddan. „Andrúmsloftið er kannski ekki orðið alveg hreint. En það er betra í dag en það var fyrir FH-leikinn. Það var nú ekki hreint fyrir skellinn,“ sagði Óskar. Óskar segir að það hafi verið pirringur í hópnum. „Menn voru það en ég held að þetta sé allt að lagast og þú sérð þetta í kvöld,“ sagði Óskar. Kristján Hauksson fyrirliði Fram á enn eftir að leiða sitt lið til sigurs í deildinni í sumar. Tvö jafntefli hafa skilað tveimur stigum og liðið situr einmana á botninum með fimm stigum minna en Grindvíkingar. „Það er góð stemmningn í hópnum fyrir leikinn. Hún hefur reyndar verið góð fyrir flesta leiki þótt úrslitin hafi ekki fallið með okkur,“ sagði Kristján. Kristján segir undirbúning liðsins fyrir leikinn hafa verið hefðbundinn. Hann tekur undir með blaðamanni að um sex stiga leik sé að ræða. „Það er óhætt að segja það. Við verðum að fara að snúa við blaðinu. Þetta hefur ekki verið að falla með okkur. Við höfum ekki verið nógu góðir enda skapa menn sjálfir sína lukku. Við höfum verið að spila ágætlega í mörgum leikjum og ég hef fulla trú á að þetta komi í kvöld,“ sagði Kristján. Grindvíkingar mæta særðir til leiks eftir stórtapið gegn FH. „Ég held það sé alls ekki betra að fá þá núna. Við hugsum svo sem ekkert um þá, pælum lítið í þeim. En það hefði líklega verið betra ef síðasti leikur hjá þeim hefði verið eðlilegur,“ sagði Kristján. Leikur Fram og Grindavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Boltavakt Fréttablaðsins og Vísi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn