Enski boltinn

West Ham samþykkir að selja Cole

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlton Cole.
Carlton Cole.
Peter Coates, stjórnarformaður Stoke City, hefur staðfest að West Ham sé búið að samþykkja tilboð Stoke í framherjann Carlton Cole.

Það varð nokkuð ljóst að Cole myndi yfirgefa West Ham eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni ensku. Cole var á sínum tíma orðaður við Liverpool en er nú á leið til Stoke.

Framherjinn er 27 ára gamall og kominn með talsverða reynslu í úrvalsdeildinni.

Líklega verður gengið frá kaupunum á fimmtudag. Þá kemur Tony Pulis, stjóri Stoke, úr fríi en hann vill tala við leikmenn áður en hann semur við þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×