Enski boltinn

Stórkostlegt mark Benayoun fyrir Chelsea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chelsea vann 3-0 sigur gegn Wycombe Wanderers í æfingaleik á Cobham æfingasvæði Chelsea í gær. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum en þó náðust myndir af stórkostlegu marki Ísraelans Yossi Benayoun.

Benayoun var ekki eini fyrrverandi leikmaður Liverpool sem var á skotskónum. Fernando Torres skoraði einnig í leiknum en þriðja markið skoraði miðvörðurinn Slobodan Rajkovic sem var í láni hjá Vitesse Arnhem á síðustu leiktíð.

Alls komu 23 leikmenn við sögu hjá Chelsea í leiknum. Enginn spilaði lengur en í 45 mínútur í leiknum. Flestar stjörnur Chelsea tóku þátt í leiknum, leikmenn á borð við John Terry, Didier Drogba og Nicolas Anelka. Þetta var fyrsti leikur Chelsea undir stjórn Andre Villas-Boas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×