Fótbolti

Luis Garcia genginn til liðs við Puebla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Garcia í leik með Liverpool á sínum tíma. Mynd./ AFP
Garcia í leik með Liverpool á sínum tíma. Mynd./ AFP
Knattspyrnumaðirinn, Luis Garcia, hefur samið við mexíkóska liðið Puebla til eins árs, en leikmaðurinn var áður hjá Panathinaikos í Grikklandi.

Leikmaðurinn fer á frjálsri sölu en samningur hans við tyrkneska félagið rann út fyrir nokkrum dögum.

Þessi 33 ára Spánverji hefur meðal annars leikið fyrir Barcelona, Liverpool og Atletico Madrid, en hann var til að mynda í liði Liverpool árið 2005 sem vann Meistaradeild Evrópu eftirminnilega.

Ferill Garcia hefur verið á hraðri niðurleið síðustu ár en hann gerði aðeins tvö mörk fyrir Panathinaikos á síðustu leiktíð og náði sér aldrei á strik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×