Fótbolti

Alou Diarra til Marseille

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Diarra í landsleik Frakka gegn Póllandi á dögunum
Diarra í landsleik Frakka gegn Póllandi á dögunum Nordic Photos/AFP
Franski miðjumaðurinn Alou Diarra hefur gengið til liðs við Marseille. Samingur Diarra er til þriggja ára en hann kemur til liðsins frá Bordeaux.

Diarra sem er 29 ára hefur leikið 34 landsleiki fyrir Frakkland. Hann er fjórði leikmaðurinn sem semur við Marseille á skömmum tíma. Morgan Amalfitano, Jeremy Morel og Nicolas Nkoulou hafa allir samið við félagið.

Diarra var á sínum tíma á mála hjá Liverpool þegar Gerard Houllier réð þar ríkjum. Hann fékk þó engin tækifæri í búningi rauða hersins og var lánaður aftur til Frakklands.

Þá bendir felst til þess að Gennaro Bracigliano markvörður Nancy sé á leið til félagsins.  Reiknað er með því að hann verði varamarkvörður Steve Mandanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×