Fótbolti

Molde í efsta sæti undir stjórn Ole Gunnar Solskjær

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær fyrrum leikmaður Manchester United hefur byrjað gríðarlega vel sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde.
Ole Gunnar Solskjær fyrrum leikmaður Manchester United hefur byrjað gríðarlega vel sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde.
Ole Gunnar Solskjær fyrrum leikmaður Manchester United hefur byrjað gríðarlega vel sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Solskjær tók við liðinu í vetur eftir að hafa náð frábærum árangri  sem þjálfari varaliðs Manchester United. Molde er sem stendur í efsta sæti deildarinnar að loknum 15 umferðum en á síðustu fjórum árum hefur það lið orðið norskur meistari sem var í efsta sæti á þessum tímapunkti í deildinni. 

Liðið hefur ekki fengið fleiri stig frá árinu 1999 en þá endaði liðið í öðru sæti á eftir Rosenborg. Molde á 100 ára afmæli á þessu ári og stuðningsmenn liðsins eru vongóðir um að Solskjær færi félaginu meistaratitil í afmælisgjöf en hann lék með liðinu áður en hann var keyptur til Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×