Fótbolti

Sigurmarkið hjá Birni Bergmann, myndband

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson tryggði Lilleström 2-1 sigur í gær gegn Start á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta og segir Skagamaðurinn að markið sé það besta á ferlinum.
Björn Bergmann Sigurðarson tryggði Lilleström 2-1 sigur í gær gegn Start á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta og segir Skagamaðurinn að markið sé það besta á ferlinum. lsk.no
Björn Bergmann Sigurðarson tryggði Lilleström 2-1 sigur í gær gegn Start á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta og segir Skagamaðurinn að markið sé það besta á ferlinum.

Í myndbandinu má skoða markið hjá Birni en Stefán Logi Magnússon landsliðsmarkvörður Íslands kemur einnig mikið við sögu í þessu myndbandi en hann fékk rautt spjald í síðari hálfleik.

„Þetta er besta markið sem ég hef skorað. Ég sá að markvörðurinn hljóp í átt að markinu og ég tók ákvörðunina á augabragði. Sem betur fer fór boltinn í markið," sagði U-21 árs landsliðsmaðurinn í viðtali við Aftenposten eftir leikinn. Björn tók aukaspyrnu úti við hliðarlínuna vinstra meginn til móts við vítateiginn og lét hann skotið vaða á markið á meðan markvörðurinn var að rífast við dómarann.

Nýlega var framherjinn Anthony Ujah seldur frá Lilleström til þýska liðsins Mainz og þarf Björn að axla meiri ábyrgð í framlínunni þegar Ujah fer frá liðinu. Ujah hrósar Birni í viðtali við sama fjölmiðli og segir að Íslendingurinn hafi skorað mark sem ætti heima í Meistaradeild Evrópu.

Henning Berg þjálfari Lilleström, sem lék á sínum tíma með Manchester United og Blackburn, var gríðarlega ánægður með Björn í leikslok. „Ég var glaður að sjá hvað Björn gerði. Hann var fljótur að hugsa við erfiðar aðstæður. Við vorum einum færri og hann var búinn að hlaupa í 90 mínútur. Ég hélt að hann væri þreyttur myndi gera mistök í lok leiksins en hann sýndi styrk sinn með þessum hætti," sagði Berg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×