Fótbolti

Pearce verður líklega áfram þjálfari U21 árs liðs Englands

Enska knattspyrnusambandið hefur enn tröllatrú á þjálfaranum Stuart Pearce þrátt fyrir að U21 árs landslið Englands hafi ekki komist í undanúrslit EM í Danmörku.
Enska knattspyrnusambandið hefur enn tröllatrú á þjálfaranum Stuart Pearce þrátt fyrir að U21 árs landslið Englands hafi ekki komist í undanúrslit EM í Danmörku. Nordic Photos/Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur enn tröllatrú á þjálfaranum Stuart Pearce þrátt fyrir að U21 árs landslið Englands hafi ekki komist í undanúrslit EM í Danmörku. Pearce stendur til boða að skrifa undir tveggja ára samning við enska knattspyrnusambandið.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum bendir allt til þess að Pearce verði áfram þjálfari U21 árs landsliðs Englands og þar að auki er allt eins líklegt að hann verði þjálfari Ólympíuliðs Englands næsta sumar.

Englendingar gerðu jafntefli gegn Spánverjum og Úkraínumönnum á EM í Danmörku en töpuðu 2-1 gegn Tékkum í lokaumferðinni. Þar skoruðu Tékkar mörkin á lokamínútum leiksins. Pearce hefur náð ágætum árangri með enska liðið. Undir hans stjórn komst liðið í undanúrslit EM árið 2007 þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Hollendingum. Árið 2009 komst England alla leið í úrslit á EM en tapaði þar 4-0 gegn Þjóðverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×